Stöng ein var reist í miðjum hólminum; efst á henni var þverslá ein og náði hún á báða vegu 3—4 álnir út yfir flatarmál hólmans; niður úr öðrum enda slárinnar hékk reipi og var sleði bundinn við það; tjald var yfir sleðanum og logaði ljós á lampa þar inni. Á sleðanum sátu börn og unglingar, enda oft eldra fólk, sem lét aka sér hringinn í kringum hólmann með því að rammefldir karlmenn gengu á hinn enda slárinnar og ýttu sleðanum þannig áfram.
Um miðja 19. öld var hringekja (karousel) í Reykjavíkurtjörn. Það væri líklega ekki flókið að reisa nýja hringekju og gæti skapað stemningu á tjörninni á veturna. Þetta er haft eftir https://is.wikipedia.org/wiki/Tj%C3%B6rnin eða íslensku wikipedia síðunni um Reykjavíkurtjörn. Heimildir þar koma frá lesbók morgunblaðsins 1933 og er hægt að nálgast þá grein með þessum tengli; http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3270908
Góð hugmynd!
Þetta getur líka verið talsvert einfaldara en í lýsingunni... fólk gæti komið með sína eigin sleða (það myndi kannski spara kostnað) og það þyrfti ekkert endilega að hafa nein ljós eða einu sinni fargjald ef þetta væri þokkalega gert og vel gengið frá. Helsti kostnaðurinn væri líklega að koma stönginni fyrir á hólminum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation