Það er nokkurra metra drullusvað milli gangstéttar hússins og göngustígs borgarinnar. Ég legg til að þarna verði stígur borgarinnar framlengdur og upplýstur. Þetta er fjölfarin leið því hún liggur beint að gönguljósum yfir Suðurlandsbrautina.
Þetta er bein gönguleið úr Vogahverfinu inn í Skeifu. Eins og er þá er hún ólýst og grasið orðið að drullusvaði. Væri mjög til bóta fyrir gangandi vegfarendur ef þarna væri malbikaður stígur og ljós.
Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa hugmyndin og telur hana ekki tæka í kosningu um Betri hverfi. Hópurinn bendir á að það samrýmist ekki stefnu borgarinnar að tengja göngustíga inn að einkalóðum og beina þar af leiðandi almennri umferð inn á þær.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation