Þar sem nú er járngrindverk á Hringbraut (milli gagnstæðra akgreina) við Vesturbæjarskóla væri flott og heilsusamlegt að hafa línu af trjám. Það gætu verið t.d. aspir en önnur tré koma vel til greina.
Röð af trjám milli akgreina á þessum stað myndi bæta loftið, hljóðið og útlitið. Reykjavík yrði fallegri og grænni borg, svo væri þessi betrun í takt við uppbygginguna á svæðinu.
Miðbær Reykjavíkur er orðinn nógu skjólsæll staður til að önnur tré en aspir þrífist þar vel. Það mætti fegra borgina mikið með meiri fjölbreytileika trjáa. Dæmi um harðgerð tré skv. Stóru Garðabókinni (ritstjórn Ágúst H Bjarnason): garðahlynur, álmur, birki, gráreynir, reynir, sitkaelri, silfurreynir Þessar trjátegundir ættu að hafa það ágætt á milli akreina.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation