Hægt er að hafa menningarmiðstöðvar í hverju hverfi, reyna að fá fólk til að taka þátt með því að skapa sína miðstöð og þannig skapa ákveðna sjálfsmynd hverfisbúa. Í Buenos Aires voru menningarmiðstöðvar í hverju hverfi og námskeiðin voru ókeypis, en reglan var fyrstur pantaði, fyrstur fékk. Þá eykur það umferð um miðstöðvarnar. Þarna voru alls konar námskeið. Blanda saman menningu, listum og tjáningu. Hægt að nota skólana í hverfunum á kvöldin, og fjölnýta þá þannig. Ef það vantar húsnæði.
Það þarf að ná fólki úr netheimum. Tala við hvert annað augliti til auglitis. Annars einöngrumst við og eigum ekki almennilegt lýðræði
Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9181
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation