Laga gatnamót þórsgötu og Njarðargötu þannig að gangandi vegfarendur séu sýnilegri umferð umferð af Njarðargötu. Færa gönguleiðina utar á gatnamótin þannig að leiðin sé bein yfir Þórsgötuna en ekki sveigur á leiðinni eins og þetta er í dag.
Það bráðvantar gangbraut yfir Njarðargötuna nálægt Skólavörðuholtinu sem er vel merkt og áberandi. Þarna fara börn úr Þingholtunum yfir í Austurbæjarskóla og líka börn á leið í leikskóla. Á þessum stað er mikið um rútur því þarna eru hótel og fjölsóttir ferðamannastaðir. Öryggi gangandi vegfaranda þarf að bæta á þessum stað.
Gatnamótin eru ein sinnar tegunar í þingholtunum, gangandi þurfa að taka sveig inn Þórsgötuna til að komast á merkta gönguleið yfir götuna. Þetta verður þess valdandi að veggur skyggir á sýn ökumanna sem ætla að beygja inn Þórsgötuna þegar þeir aka niður Njarðargötu. Þetta er gönguleið barna í Austurbæjarskóla og eru ein varasömustu gatnamótin á þeirri leið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation