Háar rólur með löngum böndum sem hægt er að róla sér í átt að hafinu. Sem dæmi væri kannski hægt að nota gamla tré rafmagnsstaura sem hliðar. Það þarf ekki endilega að vera bak, eins og myndin til hliðar sýnir. Hægt er að sjá aðra mynd í "myndir" sem dæmi. Ég sé rólurnar þó fyrir mér hærri en á þessum myndum þannig að maður rólar sér talsvert langt fram og aftur. Staðsetning við Ánanaust, mikilvægt að það sé ekki varnargarður þar sem er það hár að maður sér ekki út á hafið.
Góð hugmynd
Einlægt sammála þessari hugmynd. Að róla er skemmtilegt fyrir alla, börn sem fullorðna!
Skemmtileg öðruvísi afþreying meðfram strandlengjunni
Frábær hugmynd. Mætti líka setja upp samskonar rólur á strandlengjunni við Skerjafjörð.
Stórar rólur er víða verið að fjarlægja vegna slysa á börnum. Mikill höggþungi í höfuðhæð barna.
Þetta svæði er í raun kannski ekki svæði sem börn ættu að vera mikið á ein, bendi á hafið fyrir neðan.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation