Breyta niðurnídda svæðinu í Flétturima í skemmtilegan róluvöll með ákveðnu þema líkt og er algengt í Svíþjóð. Einnig að bæta við ungbarnarólu.
Í dag eru þarna 5 rólur sem virka stundum allar og gamall gróinn sandkassi. Gróðurinn í kring er í slæmu ástandi og svæðið alls ekki heillandi fyrir börn. Í fyrra var rifið upp tré og þar er nú ennþá hola. Ég myndi vilja sjá Reykjavíkurborg beita sér í því að skapa barnvænt umhverfi í Grafarvogi með því að bjóða upp á fjölbreytta róluvelli.
Í hverfinu búa mörg börn og því verður að laga rólósvæðið svo það sé öruggt og barnvænt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation