Þar sem svæðið fyrir aftan Vesturbæjarlaug er nú þegar notað töluvert fyrir hunda væri ráð að loka það af við Hofsvallagötu eins og oft hefur verið rætt um.
Við gætum líka bíttað svæðinu við Vesturbæjarlaugina út fyrir svæðinu við Skeljanesið út í Skerjafirði. Börn og hundar eiga ekki alltaf saman í öllum aðstæðum og þarf að taka tillit til allra aðila. Börnin þurfa sitt verndaða umhverfi og hundar sitt :)
Ágætis hundamenning er í Vesturbænum og væri þetta frábær leið til að bæta hana enn frekar.
😀
Það er mjög slæm hugmynd að taka þetta svæði undir hunda. Lausaganga hunda á svæðinu hefur nú þegar orðið þess valdandi að fólk forðast þetta svæði, sem er afskaplega verðmætt útivistarsvæði fjölskyldna með börn. Þarna er leiksvæði fyrir börn og þetta er eina svæðið sem börn í vesturbænum geta nýtt á veturna til að renna sér í snjó. Það væri miklu nær að nota þetta svæði fyrir starfsemi og aðbúnað sem sameinar sundlaugina, íþróttastarf og heilbrigða hreyfingu.
Stefna borgarinnar er að draga úr notkun einkabíla sem er mjög jákvætt. Hundaeigendum er þó ekki gert auðvelt að vera bíllausir, það vantar hundasvæði inni í hverfin og hundar mega ekki ferðast með Strætó. Þetta óopinbera hundasvæði við Vesturbæjarlaug er u.þ.b. í miðjunni á 107 og því í göngufæri fyrir flesta íbúana. Hundasvæði í Skerjafirði myndi ekki nýtast þeim íbúum hverfisins sem ekki eru á bíl svo ég tali nú ekki um litla, afskekkta gerðið við BSÍ.
Þetta er ekki hugsað sem mótrök heldur frekar sem ábending, á bak við sundlaugina er spennandi leiksvæði fyrir börn, ég hef ítrekað þurft að hverfa þar frá vegna lausra hunda. Hundar eru dásamlegri og langflestum hægt að treysta, þegar margir hittast saman verður mikið stuð og læti og auðvelt að hlaupa niður litla krakka og slasa. Á Klappratúni hittist hundahópur um helgar og á kvöldin, þegar börn eru ekki á ferli.
Svar við rökum Lindu Alfreðsdóttur. Svæðið bakvið Vesturbæjarlaugina er svo stórt að það ætti vel að geta rúmað bæði börn og hunda. Ég legg til að svæðinu verði skipt í tvennt og girt, annar hlutinn verði fyrir börn og hinn fyrir hunda, ef fólk er hrætt um börnin fyrir hundunum, sem getur að vísu stundum verið í hina áttina líka, þ.e. að passa þurfi hundana fyrir börnum.
Ég væri til í að sjá leiksvæði fyrir hunda hérna með hundafimitækjum þau gætu verið í svipuðum stíl og leiktækin sem að eru í ævintýragarðinum. Svæðið þarf að hafa gott aðgengi og vera upplýst
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation