Bæta gangbrautir og setja upp gangbrautaljós til að draga úr hættunni sem skapast þegar komast þarf yfir þessa miklu umferðargötu í búðirnar úti á Granda.
Auðvelda börnum og fullorðnum að komast hættulaust í allar búiðirnar og þjónustu sem er úti á Granda.
Ég versla mikið í bónus, krónunni og byko og er venjulega annað hvort fótgangandi eða hjólandi- og er oft mjög lengi að komast yfir "hraðbrautina" þarna á milli krónunnar/elko/byko og bónus ef ég þarf að fara í báðar búðirnar- ökumenn eru ekki að gefa manni neinn séns og venjulega bíll við bíl, svo mikil er umferðin. Það virðist einfaldlega bara vera gert ráð fyrir að þarna versli aðeins akandi fólk. Upplagt þjóðþrifaverk að smella einu gönguljósi þarna á kaflann milli bónus og krónurnar.
Ein spurning er hvort það þurfi að vera hringtorg þarna. Af hverju ekki gatnamót með ljósum sem eru um leið sæmilega fær gangandi og hjólandi? Hringtorg eru mjög erfið fyrir slíka umferð.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation