Þúfnahopp

Þúfnahopp

Allir krakkar hafa gaman að því að hoppa á þúfum, setja upp gúmmíhúðaða litríka steina miðsvæðis í Grafarvogi þar sem gott aðgengi er fyrir leikskólahópa að taka göngutúra að og leika sér. Staðsetning t.d. fyrir ofan Spöngina, milli Borga og Borgarvegs. Þá eru þúfnasteinarnir t.d. skemmtilegt uppbrot á gönguferð ungra barna með foreldrum upp í Spöng á leiðinni á bókasafnið eða á leiðinni í verslunarferð.

Points

Þetta er snild, allir krakkar frá 2 til 10 ára geta ekki hætt að hoppa á milli þúfnanna ef þau prófa þetta í Hveragerði, endilega að fá þetta líka upp í Grafarvogi, helst miðsvæðis eins og segir í tillögunni þannig að leikskólar geti smellt sér í gönguferðir að litríku gúmmí þúfunum.

Mjög skemmtileg hugmynd sem ég væri mikið til í að sjá verða að veruleika.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information