Á lóðinni bakvið Seljaveg 2 mætti fara í hreinsunaraðgerðir
Þarna mætti tildæmis setja útisvæði fyrir hjólabretti og önnur jaðarsport.
Glórulaus umgengni um þetta svæði í amk 20 ár. Er búið að vera hálfgerður ruslahaugur megnið af þeim tíma. Svo er dæmið toppað með einhverri jarðvegslosun þarna. Væri fínt að fá grænt svæði þarna sem er boðlegt fólki. Ekki 3-5 hæða hótel/hús.
Það er einfaldlega ljótt hvað það er draslaralegt þarna og mætti gera eitthvað í því.
já, hvað gerðist þarna? Ótrúlega ruddalegt að henda þessu öllu þarna og "stígurinn" sem lá þarna í gegn ekki nothæfur lengur. Það er eins og einhver hafi verið að spara sér talsverðar upphæðir við að fara með þetta allt saman í Sorpu :/
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation