Hringlaga reitur eða grindverk sem myndar eins konar skerm þannig að götuljós og ljós frá húsum trufli minna stjörnuskoðun. Svona hringur þyrfti líklega að vera svona 20m í þvermál og kannski þriggja metra hár (það fer eftir staðsetningu).
Það getur verið gaman að skoða stjörnur og norðurljós en götulýsing og ljós frá húsum spilla fyrir. Einfaldlega með því að skerma af ljósin mætti bæta aðstöðu til stjörnuskoðunar í hverfinu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation