Nú er akstur í báðar áttir á Ásvallagötu frá Ljósvallgötu til Hofsvallagötu. Gatan ber illa/ekki akstur í báðar áttir.
Gatan er þröng með bílastæði sitt hvoru megin. Skortur er á bifreiðastæðum eftir að gjaldskylda kom á Ljósvallagötu og þannig eru engin/fá útskot til að fara inn á þegar bifreiðir mætast nema við einstaka innkeyrslu. Þegar tveir bílar mætast þarf að taka ákvörðum um hvor bílstjórinn eigi að bakka jafnvel um tugi metra. Býður upp á skemmdir á bifreiðum, ef menn freistast til að mætast á þröngri götunni.
Sammála og þá sérstaklega á vetrum er erfitt að aka Ásvallagötu.
Ég bjó á Ásvallagötu og er mjög sammála þörfinni fyrir að gera hana að einstefnugötu en á þessi beiðni ekki heima í miðborgarhópnum þar sem Ásvallagata er í 101?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation